Fara í efni

Innköllun á KEA gamaldags kindakæfu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Varan KEA kindakæfa – gamaldags kindakæfa, strikamerki: 5690600705198; Kælivara, inniheldur kryddblöndu með innihaldsefnunum hveiti, sojaprótein og sellerí. Þessi efni eru ekki  tilgreind í innihaldslýsingu kæfunnar. Framleiðandi vörunnar, Norðlenska, hefur innkallað vöruna og gefið út svohljóðandi yfirlýsingu til neytenda.

Þar sem hveiti, soja og sellerí eru þekktir ofnæmis- og óþolsvaldar er varan varasöm fyrir ákveðna neytendahópa. Varan er örugg og heilnæm fyrir aðra neytendur.

Vara framleidd fyrir 11.11.2010 hefur verið tekin úr sölu í verslunum. 

Þeir neytendur sem kunna að eiga vöruna og hafa ofnæmi eða óþol fyrir hveiti, soja eða sellerí eru beðnir um að hafa samband við Norðlenska í síma 840-8883 eða í gegnum netfangið sigurgeir hjá nordlenska.is.




Getum við bætt efni síðunnar?