Fara í efni

Innköllun á drykkjarvöru vegna heilsufullyrðinga

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

  
 
Engiferdrykkurinn Aada frá My Secret hefur verið innkallaður af markaði vegna heilsufullyrðinga. Á umbúðum koma fram eftirfarandi heilsufullyrðingar: “Hollur orkudrykkur, vatnslosandi, vörn gegn ýmsum kvillum, eykur skerpu og athygli”. Nýjar vörur hafa fengið nýjar merkingar sem innihalda ennþá heilsufullyrðingar sem ekki er heimild fyrir.

  • Vöruheiti:  My Secret Aada  engiferdrykkur
  • Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Ábyrgðaraðili vörunnar eru Engifer ehf. , Digranesvegi 10, 200 Kópavogur.
  • Auðkenni/skýringartexti Plastflöskur og brúsar, með ólöglegum heilsufullyrðingum.
  • Laga- /reglugerðarákvæði: Reglugerð nr. 406/2010 um næringar- og heilsufullyrðingar. Í  reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum stendur “Óheimilt er að eigna matvælum þá eiginleika…”.  Og reglugerð nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
  • Áætluð dreifing innanlands:Verslanir:  Krónan, Hagkaup, Nóatún, Nettó, Fjarðarkaup, Melabúðin, Maður lifandi, Þín verslun, Samkaup, Kjarval, Víðigerði, Kaupfélag Skagfirðinga og Húnvetninga og Hlíðarkaup og Kaskó á Sauðarkróki.

 
300ml flöskur eru einnig til sölu í N1 þjónustubúðum og Worldclass.

Vakin skal athygli á því að ekki er verið að innkalla vöruna vegna þess að hún sé ekki talin örugg til neyslu. Matvælastofnun hefur engar upplýsingar um að ástæða sé til að telja að svo sé.


Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?