Fara í efni

Hrossakjöt í erlendum hamborgurum

Upplýsingar hafa borist Matvælastofnun frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að heilbrigðiseftirlitið hafi látið taka af markaði og innkalla frá neytendum eftirfarandi matvæli: 

 
 

  • Vöruheiti:  Iceland 4 beef quarter pounders 
  • Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Ísland verslun hf, Sundaborg 11, 104 Reykjavík 
  • Auðkenni/skýringartexti: Leifar af hrossakjöti fundust í vörunni.  Á merkingu vörunnar stendur 100% nautakjöt og er innihaldslýsing því röng. 
  • Laga- /reglugerðarákvæði: a)- og c) liðir 8. gr. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. 
  • Áætluð dreifing innanlands: verslanir Iceland í Engihjalla 8, Kópavogi og að Fiskislóð 3, Reykjavík. 
Með vísun til framangreindra upplýsinga og 8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, er Ísland verslun ehf, gert skylt að stöðva nú þegar dreifingu ofangreinds matvælis og innkalla það af markaði og skal það ekki vera í dreifingu eftir 17. janúar 2013. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?