Fara í efni

Glúten í glútenfríum bjór

Matvælastofnun vill vara við glútenfríum björ Snublejuice frá To Öl sem Rætur og vín ehf. flytur inn vegna þess að glúten fannst í bjórnum. Fyrirtækið með aðstoð heilbrigðiseftirlits Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness hefur innkallað vöruna.

Tilkynning um innköllunina barst fyrst til Matvælastofnunar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Snublejuice
  • Framleiðandi: To Øl
  • Framleiðsluland: Danmörk
  • Best fyrir:
  • 30/05/23
  • 31/05/23
  • 15/06/23
  • 03/08/23
  • 19/08/23
  • 06/09/23
  • 27/10/23
  • 14/11/23
  • 22/12/23
  • 23/12/23
  • Innflytjandi: Rætur og vín ehf. Vesturvör 32B, Kópavogi
  • Dreifing: ÁTVR og Brewdog

Viðskiptavinir geta skilað vörunni í næstu Vínbúð gegn endurgreiðslu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?