Fara í efni

Galli í dósum með maískorni

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um innköllun á Ora Maískorni vegna galla í dósum. Innköllunin er framkvæmd í varúðarskyni en hluti framleiðslunnar var með galla í lokun dósa. Fjórar lotur með neðangreindri Best fyrir dagsetningu hafa verið innkallaðar.
 

  • Vöruheiti: Ora maísbaunir
  • Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Ora, Vesturvör 12, 200 Kópavogur
  • Auðkenni/skýringartexti: 430 gr dós með Best fyrir dagsetningu 1604 2017/galli í lokun dósa.
  • Lagaákvæði: Reglugerð nr.102/2010 gr. 14 um öryggi matvæla. 
  • Dreifing: Um allt land. 

Neytendum sem keypt hafa vöruna með þessari dagsetningu er bent á að þeir geta skilað vörunni til þeirrar verslunar sem hún var keypt í.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?