Fara í efni

Varnarefni yfir mörkum í tei

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af  Piporé Yerba Mate te frá Argentínu sem Istanbul market flytur inn til landsins. Varan er innkölluð vegna þess að það greindist of hátt magn af leifum af varnarefninu anthraquinone. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Tilkynningin um innköllunina kom í gegnum RASFF evróska viðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður.

Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Piporé
  • Vöruheiti: Yerba Mate
  • Nettómagn: 250 g
  • Geymsluþol: Best fyrir dags. 31.12.2025.
  • Framleiðsluland: Argentína
  • Innflytjandinn: Istanbul Market ehf., Grensásvegi 10, 108 Reykjavík.
  • Dreifing: Istanbul Market, Grensásvegi 10.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki heldur farga eða skila henni í
þeirri verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?