Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í bernaisesósu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík um vanmerkt matvæli. Um er að ræða bernaisesósu sem er vanmerkt. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna og endurmerkt. Vert er að vekja athygli á því að matvæli með mjólkursykri eru skaðlaus þeim sem ekki hafa óþol eða ofnæmi fyrir mjólkurvörum.  

  • Vörumerki: E. Finnsson 
  • Vöruheiti: Bernaisesósa, 180 ml. 
  • Innflytjandi : Vogabær, Eyrartröð 2a, 220 Hafnarfirði
  • Auðkenni/skýringartexti: E. Finnsson bernaise sósa, strikanúmer 5690575211618, Inniheldur laktósa ( unnið úr mjólk), 180 ml.
  • Laga- /reglugerðarákvæði: Með vísun til 4. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, og 30.  gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, var fyrirtækinu skylt að stöðva  þegar dreifingu matvæla sem vanmerkt eru ofnæmis og óþolsvöldum í innihaldslýsingu og innkalla þau úr verslunum.
  • Áætluð dreifing innanlands: Um allt land

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?