Fara í efni

Vanmerktir ofnæmisvaldar í ítölskum Rana sósum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir skelfiski, fiski, mjólk, hnetum, selleríi, byggi eða hveiti við þremur Rana sósum frá K. Karlssyni ehf.  Sósurnar kunna að innihalda þessa ofnæmisvalda án þess að þeir séu merktir á vörunni eða merkingar eru á ítölsku. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Innköllunin á við allar framleiðslulotur/best fyrir dagsetningar:

  • Vörumerki: RANA
  • Vöruheiti: Rana pesto, Rana sveppasósa, Rana ostasósa
  • Framleiðandi: Giovanni Rana
  • Innflytjandi: K. Karlsson-Bakkus ehf.
  • Framleiðsluland: Ítalía
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Allar framleiðslulotur/-dagsetningar
  • Dreifing: Verslanir Hagkaupa, Nettó, Extra24 og Melabúðin.

Rana sósur

Tekið er fram að varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi fyrir tilgreindum ofnæmisvöldum. Hægt er að skila sósunum til þeirrar verslunar þar sem þær voru keyptar. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá fyrirtækinu á netfanginu soludeild@kallik.is.

Ítarefni

Uppfært 27.10.20 kl. 15:11
Uppfært 27.10.20 kl. 13:56


Getum við bætt efni síðunnar?