Fara í efni

Spænskir plastpelar framleiddir í Kína innkallaðir í Evrópu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Í gegnum viðvörunarkerfi Evrópu (RASFF) hefur komið tilkynning um að innkalla skuli plastpela með þvottabusta framleidda í Kína fyrir fyrirtækið Vidal Europa á Spáni. Ástæða innköllunar er að það mældist flæði þalata langt yfir leyfilegum mörkum. Ekki er vitað hvort varan sé á markaði hér á landi.

Til að mýkja PVC plast er sett í það mýkingarefni. Sum þessara mýkingarefna svokölluð þalöt eru talin skaðleg heilsu manna. Hætta skapast þegar þalötin leka úr PVC plasti en það getur gerst þegar smábörn bíta í leikföngin eða sjúga þau. Þalöt voru bönnuð í leikföngum fyrir börn yngri en 14 ára árið 2003 á Íslandi .

Í reglugerð um efni og hlutir sem snerta matvæli eru strangar kröfur um hámarksflæði þalata.

Ljóst er að ekki er hægt að setja öll þalötin undir sama hatt og eru sum þeirra skaðlegri en önnur. Ekki er talin stafa bráð hætta af efnunum heldur er hugsanlega um að ræða áhrif sem gætu komið fram við notkun í lengri tíma.


Getum við bætt efni síðunnar?