Fara í efni

Skil á framleiðsluskýrslum í fiskeldi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Vegna misvísandi skilaboða í fréttaflutningi áréttar Matvælastofnun að hluti fyrirtækja í sjókvíaeldi hefur skilað mánaðarlegum framleiðsluskýrslum eins og breytingar á lögum um fiskeldi gera kröfu um. Stofnunin vinnur nú að því að fá öll gögnin á réttu formi og þau gögn sem vantar frá öðrum framleiðendum.  

Matvælastofnun hefur rannsakað ástæður þess að rangt var farið með. Í ljós hefur komið að framleiðsluskýrslum nokkurra rekstraraðila hafi verið skilað með viðeigandi hætti, en móttaka gagnanna og meðhöndlun þeirra hafi verið ófullnægjandi og vitneskja um móttöku þeirra hafi ekki borist til réttra aðila innan stofnunarinnar. Rangar upplýsingar voru veittar í upphafi vegna þessa en þetta hefur nú verið leiðrétt. 

Framleiðsluskýrslur verða birtar á vef Matvælastofnunar samkvæmt nýrri reglugerð um fiskeldi þegar vinnu við öflun, samræmingu og uppsetningu gagna er lokið.  


Getum við bætt efni síðunnar?