Fara í efni

Skæð E. coli baktería greinist í spænskum agúrkum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

  Matvælastofnun (MAST) varar við neyslu á hráum tómötum, agúrkum og blaðsalati frá N-Þýskalandi og einnig spænskum agúrkum. Ástæðan er sú að  í Þýskalandi og einnig í fleiri Evrópulöndum hefur fólk sýkst af E. coli 0104.

Í Þýsklandi hefur þessi tegund af bakteríum greinst í spænskum agúrkum. Stofnunin hefur kannað innflutning á þessum tegundum grænmetis. Engin vísbending er um að þessi matvæli hafi verið flutt hingað til lands.

MAST mun fylgjast með þróun málsins áfram.

Ítarefni

     Frétt frá dönsku matvælastofnuninni um agúrkur frá Spáni

    Frétt frá dönsku matvælastofnuninni um hrátt grænmeti frá Þýskalandi

    Þýskir vísindamenn greina sjaldgæfa sermisgerð sem orsakavald E. coli faraldurs


Getum við bætt efni síðunnar?