Fara í efni

Sérfræðingur á sviði inn- og útflutnings

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf á inn- og útflutningsskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík.


Helstu verkefni:


  • Eftirlit með matvælum við inn- og útflutning
  • Eftirlit við löndun úr erlendum fiskiskipum
  • Eftirlit á landamærastöðvum
  • Samskipti við inn- og útflytjendur, tollayfirvöld, flutningsaðila, löndunarþjónustur o.fl.
  • Upplýsinga- og gagnaöflun ásamt skýrslugerð
  • Ýmis önnur verkefni sem til falla í tengslum við skrifstofu inn- og útflutnings


Menntunar- og hæfniskröfur:


  • Háskólamenntun eða önnur framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla á sviði eftirlits með matvælum innan EES samningsins æskileg.
  • Þekking á lögum og reglumEES er kostur.
  • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Skipulags- og samskiptahæfileikar.
  • Góð tölvu- og tungumálakunnátta


Nánari upplýsingar um starfið veita Þorvaldur H. Þórðarson og Hafsteinn Jóh. Hannesson og í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum nauðsynlegum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “Sérfræðingur/Inn- og útflutningur” eða með tölvupósti á mast@mast.is en umsóknarfrestur er til og með 15. september 2010. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.



Getum við bætt efni síðunnar?