Fara í efni

Samráðsþing MAST 2010

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Fyrsta samráðsþing Matvælastofnunar var haldið fimmtudaginn 29. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þingið hafði það að markmiði að styrkja samskipti Matvælastofnunar við eftirlitsþega og aðra viðskiptavini. Þátttakendum var gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í umræðuhópum og hafa niðurstöður hópumræðna nú verið birtar í skýrslu á vef MAST.



  Ólíkt hefðbundnum ársfundi var aukin áhersla lögð á gagnvirk samskipti í gegnum umræðuhópa þar sem eitt og sama málefni var til umfjöllunar, samskipti Matvælastofnunar og viðskiptavina, og hópum þess í stað skipt upp eftir sameiginlegum hagsmunum þátttakenda. Í skýrslunni hér að neðan er að finna upplýsingar um framkvæmd þingsins og helstu atriði sem komu fram af hálfu eftirlitsþega í umræðuhópunum. Matvælastofnun mun vinna áfram með þessi atriði með það að markmiði að gera á þeim úrbætur.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?