Sæðingastöðvar fyrir hross eru leyfisskyldar
				Frétt - 
		
					21.06.2023			
	
			
			Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.		
		Matvælastofnun vekur athygli á að rekstur sæðingastöðva og fósturvísastöðva fyrir hross er leyfisskyld starfsemi samkvæmt 3. gr. reglugerðar um búfjársæðingar og flutning fósturvísa nr. 540/2016.
Rekstraraðilum slíkra stöðva, sem ekki hafa þegar leyfi á grundvelli reglugerðarinnar, er hér með veittur frestur til 01.07.2023 til að senda umsókn um rekstrarleyfi í gegnum þjónustugátt stofnunarinnar á www.mast.is
Um er að ræða eftirlitsskylda starfsemi.