Fara í efni

Rekjanleiki og matvælaöryggi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun tekur þátt í ráðstefnu um rekjanleika og matvælaöryggi sem haldin er n.k. þriðjudag, 16. apríl á Grand Hótel Reykjavík. Ráðstefnan er á vegum Vörustjórnunarfélags Íslands í samvinnu við GS Ísland, Matís, Háskóla Íslands og Matvælastofnun.

Leitað verður svara við því hvernig hægt er að tryggja aukið öryggi í matvælaframleiðslu og koma í veg fyrir uppákomur líkar þeim sem verið hafa í umfjöllun á nýliðnum vikum. Meðal annars verða ræddar leiðir og lausnir til að tryggja öryggi neytenda varðandi upplýsingar um uppruna hráefna í matvörum.

Þrír erlendir og sjö innlendir sérfræðingar með reynslu úr aðfangakeðju matvæla og af matvælaöryggi munu halda erindi á ráðstefnunni sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík, Gullteig, frá kl. 8:30 til 12:20. Skráning hefst kl. 8:00. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?