Orðsending til bænda á hættusvæðum
Frétt -
17.04.2010
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun ítrekar skilaboð til bænda á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum og nærliggjandi hættusvæðum á Suðurlandi um að gera nú þegar ráðstafanir til að hýsa öll sín dýr sem eru enn úti. Þurfi þeir aðstoð við það er þeim bent á að hafa samband við sitt sveitarfélag.