Fara í efni

Opinn netfundur - kínverska skráningarkerfið CIFER

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Inn- og útflutningsdeild Matvælastofnunar stendur að opnum fundi á Teams næstkomandi mánudag, 3. október 2022 kl. 14:00.
Á fundinum verður farið yfir helstu atriði kínverska skráningarkerfisins CIFER:

www.cifer.singlewindow.cn 

CIFER er skráningarkerfi fyrir erlenda framleiðendur matvæla sem hyggjast selja afurðir sínar í Kína. Kerfið var tekið í notkun 1. janúar 2022.
Framleiðendur sem voru á samþykktarlista kínverskra yfirvalda fyrir þann tíma fengu sjálfkrafa skráningu inn í nýja kerfið. Sjá má lista yfir samþykkta framleiðendur hér.
Matvælastofnun hefur sent skráðum framleiðendum upplýsingar um notendanafn og aðgangsorð og sent nokkra upplýsingapósta en vill nú ítreka þörfina á að fyrirtæki uppfæri skráningar sínar.
Framleiðendur sem glatað hafa aðgangsupplýsingum sínum eða hafa lent í vandræðum með innskráningu er bent á að hafa samband við Inn-og útflutningsdeild MAST.

Fundurinn er fyrst og fremst ætlaður fyrir framleiðendur sem þegar eru samþykktir og þurfa að uppfæra og endurnýja skráningar sínar. Öðrum áhugasömum um að komast á kínverskan samþykktarlista er velkomið að fylgjast með. Fundurinn getur einnig nýst þeim, þar sem farið verður yfir viðmót kerfisins og góð ráð veitt.

Mjög mikilvægt er að allir framleiðendur sem vilja halda skráningu sinni uppfæri skráningu sína. Almennur frestur til þess er til 30. júní 2023.
Gildistími skráningar margra framleiðenda rennur út 31. mars 2023 og þurfa þeir að klára uppfærslu áður en endurnýjunarfrestur rennur út (31. desember 2022). Hafa ber í huga að uppfærslan krefst umsóknar sem kínversk yfirvöld þurfa að samþykkja og getur tekið þónokkurn tíma.

Hlekkur á fundinn:

Opinn Teams fundur


Getum við bætt efni síðunnar?