Fara í efni

Ólöglegt varnarefni í kókosmjólk og kókosrjóma

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á Isola BIO Cocco Cuisine kókosrjóma og Isola BIO Coconut 0% Sugars kókosmjólk  frá Ítalíu sem Icepharma flytur inn. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað nokkra framleiðslulotur sem gætu innihaldið ólöglegt varnarefnið etýlen oxíð. Fyrirtækið og eftirlitið hafa sent út fréttatilkynningu. Ethylene oxíð hefur ekki bráða eiturvirkni en efnið hefur erfðaeituráhrif (getur skaðað erfðaefnið) og
getur því haft skaðleg áhrif á heilsu.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um innköllunina frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík.

Innköllunin á við eftirtaldar framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Isola BIO
  • Vöruheiti: Coconut 0% Sugars (kókosmjólk ósæt)
  • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetningar: 15.2.2022, 23.11.2021 og 6.5.2021
  • Lotunúmer: 210215, 201123 og 210126
  • Strikamerki: 8023678728078
  • Nettómagn: 1 l
  • Framleiðandi: Ecotone, Ítalía

 

  • Vörumerki: Isola BIO
  • Vöruheiti: Cocco Cuisine (kókosrjómi)
  • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetningar: 28.1.2022 og 25.11.2021
  • Lotunúmer: 210128 og 201125
  • Strikamerki: 8023678423409
  • Nettómagn: 200 ml
  • Geymsluskilyrði: Á ekki við
  • Framleiðandi: Ecotone, Ítalía

Dreifing: Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Kjörbúðinar, Krambúðin, Melabúðin, Brauðhúsið, Hreyfing, Iceland,
Kaupfélag V-Húnvetninga, Heimkaup, Svala Reykjavík, Veganmatur.
kokomjólkkókosrjómi

Neytendum sem keypt hafa vörunar er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina sem varan var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?