Ólöglegt innihaldsefni í te
Frétt -
14.01.2026
Matvælastofnun vill vara við neyslu á Slimmy herbal tea drink orginal sem Daiphat og Fiska.is flytur inn vegna innihaldsefni Danthorn sem er ólöglegt. Fyrirtækin í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hafa innkallað vöruna.
Tilkynning kom í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.
Eingöngu er verið að innkalla eftirfarna framleiðslulotu:
Upplýsingar um vöruna:
- Vörumerki: Slimmy
- Vöruheiti: Herbal tea drink original
- Framleiðandi: Green Tea Co., Ltd.
- Innflytjandi: Lagasmaður ehf. ( Fiska.is) Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogi og Dai Phat Asian Supermarket, Faxafen 14, 108 Reykjavík.
- Strikamerki: 88545750006576
- Lotunúmer/best fyrir dagsetning: Lota 6801/ 02/04/2028.
- Nettómagn: 40 g
- Framleiðsluland: Tæland
- Dreifing: Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogi og Dai Phat Asian Supermarket, Faxafen 14, 108 Reykjavík.
Þeir sem eiga umrædda vöru enn til eru beðnir um að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í verslun gegn endurgreiðslu.
