Fara í efni

Ólöglegir sterar í fæðubótaefnum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.


  Evrópska viðvörunarkerfinu fyrir matvæli og fóður (RASFF) hefur borist tilkynning frá bandarískum yfirvöldum um að netfyrirtækið bodybuilding.com hafi  innkallað ýmis fæðubótaefni vegna gruns um að þau innihaldi stera. Vörurnar eru seldar í vefsölu eða í almennri sölu. MAST hefur hins vegar ekki fengið tilkynningar um að þessar vörur séu í almennri sölu hér á landi. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjana (FDA) biður nú um upplýsingar um dreifingu á vörunum í Evrópu og því hvetur MAST alla sem upplýsingar  geta veitt um þessar vörur á Íslandi að senda tölvupóst á mast@mast.is merkt “fæðubótaefni” eða hafa samband við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Upplýsingar um hvernig á að skila vöru eða fá hana endurgreidda má lesa hér. Um er að ræða 65 vörutegundir eins og hér kemur fram:
  • 4Ever Fit D-Drol
  • Advanced Muscle Science Dienedrone
  • Advanced Muscle Science Liquidrone UTT
  • Anabolic Xtreme Hyperdrol X2
  • APS (aka Advanced Performance Supplements)
  • Mastavol
  • APS (aka Advanced Performance Supplements) Revamp
  • APS (aka Advanced Performance Supplements) Ultra
  • Mass Stack
  • APS (aka Advanced Performance Supplements) Ripped
  • Stack
  • Better Body Sports Finadex
  • Black China Labs Straight Drol
  • Black China Labs Straight Phlexed
  • Body Conditioning Solutions TestraFLEX
  • Bjorklund Methyldrostanolone
  • BOSC Enterprises Epi-Tren
  • BOSC Enterprises Magna Drol
  • Chaparral Labs Epivol
  • Chaparral Labs Pheravol-V
  • Competitive Edge Labs M-Drol
  • Competitive Edge Labs P-Plex
  • Competitive Edge Labs X-tren
  • Diabolic Labs Epio-Plex
  • Diabolic Labs Finabolic 50
  • Diabolic Labs Revenge
  • Ergopharm 6-OXO
  • Ergopharm 6-OXO Extreme
  • EST (aka Engineered Sports Technology) MethAnstance
  • Extreme Labs Susto-Test Depot
  • Fizogen ON Cycle II Hardcore
  • G.E.T/ (Genetic Edge Technologies) SUS-500
  • G.E.T/ (Genetic Edge Technologies) Tren-250
  • Hardcore Formulations T-Roid
  • I Force Nutrition 1,4 AD Bold 200
  • I Force Dymethazine/Reversitol Combo Pack
  • I Force Reversitol
  • I Force Nutrition 17a PheraFLEX
  • I Force Nutrition Dymethazine
  • I Force Nutrition Methadrol
  • IDS (aka Innovative Delivery Systems) Bromodrol
  • IDS (aka Innovative Delivery Systems) Grow Tabs TR
  • IDS (aka Innovative Delivery Systems) Mass Tabs
  • IDS (aka Innovative Delivery Systems) Oxodrol Pro
  • IDS (aka Innovative Delivery Systems) Ripped Tabs TR
  • IDS (aka Innovative Delivery Systems) Rapid Release
  • Ripped Tabs
  • Kilo Sports Massdrol
  • Kilo Sports Phera-Mass
  • Kilo Sports Trenadrol
  • Monster Caps Monster Caps
  • Myogenix Spawn
  • Nutra Coastal D-Stianozol
  • Nutra Coastal H-Drol
  • Nutra Coastal MDIT
  • Nutra Coastal S-Drol
  • Nutra Coastal Trena
  • Performance Anabolics Methastadrol
  • Performance Anabolics Tri-Methyl X
  • Purus Labs E-pol Inslinsified
  • Purus Labs Nasty Mass
  • Rage RV2
  • Rage RV3
  • Rage RV4
  • Rage RV5
  • Redefine Nutrition Finaflex 550-XD
  • Redefine Nutrition Finaflex Ripped
  • Transform Supplements Forged Extreme Mass
  • Transform Supplements Forged Lean Mass
Af vísindavef Háskóla Íslands má lesa eftirfarandi um stera og aukaverkanir:

„Orðið sterar (e. steroids) er samheiti yfir fituleysanleg efni í líkamanum sem hafa flókna byggingu, grundvallaða á grind úr sautján kolefnisfrumeindum. Kólesteról telst til þessa efnaflokks og er til dæmis notað í líkamanum til að mynda sterahormón, þar á meðal kynhormón. Allir vefaukandi sterar (e. anabolic steroids) eru efnafræðilegar afleiður af karlkynshormóninu testósteróni.

Algengar aukaverkanir steranotkunar eru miklar bólur í andliti, ofurhárvöxtur eða hárlos og lítil stjórn á tilfinningum (til dæmis árásarhneigð, ofbeldishneigð og pirringur). Karlmenn geta lent í því að þeir fái brjóst á meðan konur eiga á hættu að fá karlkynseinkenni og tíðatruflanir. Alvarlegri aukaverkanir eru tengdar langtíma notkun stórra skammta. Þar má nefna lifrarskemmdir og lifrarkrabbamein. Einnig má geta aukinnar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, þar á meðal heilablóðfalli. Ef sterunum er sprautað í líkamann með óhreinum nálum eykst hætta á eyðnismiti, lifrarbólgu B og C og hjartaþelsbólgu af völdum baktería.“


Getum við bætt efni síðunnar?