Fara í efni

Óhófleg tannröspun hrossa

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun telur að óhófleg og óþörf tannröspun hrossa hafi skaðleg áhrif á velferð þeirra. Sjaldgæft er að leiðrétta þurfi bit framtanna. Að baki öllum inngripum í líkama dýra þurfa að liggja læknisfræðilegar ástæður. Meðhöndlun einstakra tanna getur að sjálfsögðu verið nauðsynleg en ber að takmarka við þá sjúkdómsgreiningu sem fyrir liggur og skal útfæra þannig að sem minnst gangi á tönnina.
Tannraspanir eyða glerungi og brjóta niður náttúrulegar varnir tanna gegn kulda og sýkingum. Þær geta leitt til mikilla óþæginda fyrir hesta og jafnvel valdið varanlegu tjóni á tönnum þeirra. Að sverfa tennur, sérstaklega með vélslípun, er afar vandmeðfarið því þar sem glerungurinn er þynnstur eru ekki nema 3 mm í tannholið og enn styttra í fyrstu tilfinningu.  Ef sorfið er nærri tannholinu  getur opnast aðgangur fyrir bakteríur sem  með tíð og tíma valda rótarbólgu með tilheyrandi sársauka.

Að gefnu tilefni vil Matvælastofnun hvetja hestaeigendur og reiðmenn til að aðlaga búnað og reiðmennsku að munni hestsins, þannig að ekki hljótist skaði af, fremur en að sverfa tennur hestsins. Nánari upplýsingar um áhrif tannröspunar á hross má nálgast hér að neðan.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?