Fara í efni

Nýjar upplýsingar og tilkynningar um íblöndun

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Upplýsingar um íblöndun vítamína og steinefna og tiltekinna annarra efna í matvæli hafa nýlega verið uppfærðar á heimasíðu Matvælastofnunar. Tilgangur nýju síðunnar er að veita matvælaframleiðendum og dreifingaraðilum gagnlegar upplýsingar um íblöndun og reglur sem gilda um matvæli þegar vítamínum, steinefnum og tilteknum öðrum efnum er aukalega bætt í matvæli.
Á Íslandi gildir reglugerð nr. 327/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006 um íblöndun vítamína og steinefna og tiltekinna annarra efna í matvæli. Reglugerðin gildir um valfrjálsa íblöndun í matvæli almennt. Samkvæmt 3. gr. reglugerðarinnar skulu matvælaframleiðendur eða dreifingaraðilar tilkynna markaðssetningu slíkra matvæla til Matvælastofnunar. 

Tilkynning um íblöndun fer núna fram í gegnum Þjónustugátt Matvælastofnunar en stofnunin hefur smátt og smátt verið að einfalda tilkynningarferlið sem nú er alfarið í rafrænu formi. 

Allar nauðsynlegar upplýsingar um íblöndun vítamína og steinefna og tiltekinna annarra efna í matvæli og tilkynningu íblöndunnar er að finna á vef Matvælastofnunar undir Matvæli - Íblöndun.  

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?