Fara í efni

Ný starfsstöð Matvælastofnunar á höfuðborgarsvæðinu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun mun fimmtudaginn 12. júlí flytja starfsstöðvar sínar á höfuðborgarsvæðinu að Dalshrauni 1 í Hafnarfirði, en stofnunin hefur haft starfsemi að Stórhöfða 23 og Hagatorgi 1 í Reykjavík. Þjónusta stofnunarinnar mun því óhjákvæmilega skerðast á fimmtudag og verða starfsstöðvar að Stórhöfða og Hagatorgi lokaðar þann dag. Ný starfsstöð opnar síðan á föstudaginn á þriðju hæð að Dalshrauni 1. Þær starfseiningar sem þar með munu hafa starfsaðstöðu að Dalshrauni 1 eru Markaðsstofa, sem fer með inn- og útflutningsmál, Búnaðarstofa sem fer m.a. með framkvæmd búvörusamninga og Umdæmisstofa Suðvesturlands, sem annast verkefni sem héraðsdýralækni eru falin. Höfuðstöðvar Matvælastofnunar munu eftir sem áður vera að Austurvegi 64, Selfossi.


Getum við bætt efni síðunnar?