Fara í efni

Nautakjöt reyndist litað svínakjöt

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Sænska matvælastofnunin greindi frá því í dag að litað svínakjöt sem selt var sem nautakjöt þar í landi og var upprunalega frá Ungverjalandi innihaldi litarefnið azorubine (E122). Ekki er leyfilegt að nota litarefnið í svína- eða nautakjöti en það er ekki hættulegt heilsu. Samkvæmt upplýsingum frá tollyfirvöldum hér á landi hefur ekkert kjöt verið flutt til landsins síðastliðin 2 ár sem nautakjöt og með uppruna í Ungverjalandi.Azorubine (E122) má nota í tiltekin matvæli í samræmi við aukefnareglur sem gilda hér á landi. Ekki ljóst á þessu stigi rannsóknarinnar hvort kjötið innihaldi önnur litarefni eða ólögleg skaðleg efni, en rannsóknir standa enn yfir. Azorubine (E122) er viðurkennt litarefni og er ekki skaðlegt í því magni sem mældist í kjötinu. Það getur til dæmis verið í mun meira magni í matvörum þar sem það er leyfilegt til notkunar, s.s. í gosdrykkjum.

Sett hefur verið sölubann á kjötið í Svíþjóð og vinna yfirvöld þar í landi að því að taka vöruna af markaði þar sem hún finnst.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?