Fara í efni

Matvælastofnun stöðvar veiðar um borð í Hval 8 tímabundið

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Stöðvunin gildir þar til úrbætur hafa farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu.

Við eftirlit kom í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september hitti dýrið utan tilgreinds marksvæðis með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax. Við slík atvik ber veiðimönnum skv. nýrri reglugerð að skjóta dýrið án tafar aftur. Það var ekki gert fyrr en tæpum hálftíma síðar og drapst hvalurinn einhverjum mínútum eftir það. Slík töf telst brot á lögum um velferð dýra og reglugerð um veiðar á langreyðum.


Getum við bætt efni síðunnar?