Lyfjavirkt efni í fæðubótarefnum
Frétt -
29.07.2015
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið eftirfarandi upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um innköllun á fæðubótarefnum eftir ábendingu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Heilbrigðiseftirlitið hefur farið fram á við fyrirtækið að taka eftirfarandi vörur tafarlaust af markaði þar sem þær innihaldi efni með lyfjavirkni eða séu B-flokkaðar af Lyfjastofnun og geti því fallið undir lyfjalög.
Samkvæmt eiganda Dedicated þá hafa vörurnar verið teknar úr sölu í verslunum en ekki hefur enn borist dreifingarlisti frá fyrirtækinu.
- Vörumerki: RenewLife og Gaia Herbs.
- Vöruheiti: RenewLife Buddy Bear Gentle Lax, RenewLife Buddy Bear Digest, RenewLife ParaZyme, RenewLife DigestMore Ultra, Gaia Herbs System Support Women´s Balance og Gaia Herbs Fem-Restore Supreme.
- Strikamerki: 631257157119, 631257157089, 631257309907, 631257534835, 751063399609 og 751063341400.
- Umbúðir: pappaöskjur og plastkrukkur.
- Nettómagn: 60 töflur, 60 töflur, 90 hylki, 45 hylki, 20 hylki og 30.
- Innflytjandi: Dedicated ehf., Vestmannaeyjum.
- Framleiðsluland: Bandaríkin.
- Dreifing: Óþekkt.