Fara í efni

Kröfu um ógildingu rekstrarleyfa Fiskeldis Austfjarða hafnað

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur í tveimur úrskurðum (nr. 29 og 30/2019) sem féllu þann 19. desember 2019 hafnað kröfu um ógildingu ákvörðunar Matvælastofnunar frá 21. mars sl. um að veita Fiskeldi Austfjarða hf. rekstrarleyfi fyrir annars vegar 9.800 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum í Berufirði, þar af að hámarki 6.000 tonna ársframleiðslu á frjóum laxi og hinsvegar 11.000 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði, þar af að hámarki 6.000 tonna ársframleiðslu á frjóum laxi.

Náttúruverndarsamtök Íslands, náttúruverndarfélagið Laxinn lifi, Veiðifélag Breiðdæla, Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Veiðifélag Selár og Veiðifélag Vesturdalsár kærðu framangreinda ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar. Kröfu Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár, Veiðifélags Selár og Veiðifélags Vesturdalsár var vísað frá nefndinni.

Í úrskurðinum komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væru þeir form- eða efnisannamarkar á undirbúningi eða meðferð rekstrarleyfisákvörðunar Matvælastofnunar að ógildingu varði og var af þeim sökum kröfu kærenda um ógildingu hafnað. 


Getum við bætt efni síðunnar?