Jarðbönn og harðindi - Hygla þarf útigangshrossum
Frétt -
03.02.2008
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
![]() |
Bændur og aðrir umráðamenn útigangshrossa eru beðnir að huga vel að hrossunum nú þegar víða eru jarðbönn og hart í ári. Nauðsynlegt er að gefa útigangi við þessar aðstæður, sérstaklega fylfullum og/eða mjólkandi hryssum og ungviði. Héraðsdýralæknum berst nú fjöldi ábendinga um hross sem híma fóðurlaus í girðingum þar sem enga beit er að hafa. |
Umráðamenn hrossa er hvattir til að bregðast við og útvega hrossunum fóður eins og skylt er skv. landslögum.