Ítrekuð aðvörun vegna neyslu skelfisks úr Eyjafirði
Mælingar
á eitruðum þörungum og þörungaeitri sýna að enn er mikil hætta á PSP
eitrun við neyslu á skelfiski úr Eyjafirði. Sýni voru tekin 21.júní og
greindust þörungar af tegundinni Alexandrium, sem valda PSP eitrun,
þrefalt yfir mörkum og PSP eitur í kræklingi mældist tífalt yfir
viðmiðunarmörkum.
Áhrif PSP-eitrunar
("Paralytic Shellfish Poisoning") á spendýr eru í því fólgin að eitrið
truflar natríumbúskap taugafruma, sem leiðir af sér truflun á
taugaboðum og getur valdið lömun, öndunarerfiðleikum og jafnvel dauða.
Þessi gerð þörungaeitrunar hverfur úr skelfiskinum á skömmum tíma eftir
að þörungar hafa horfið af hafsvæðinu.
Fylgst verður með
þróun á vexti eiturþörunga í Eyjafirði. Hægt er að fylgjast með vöktun
eiturþörunga á vef Hafrannsóknastofnunarinnar. Varað er við neyslu á
skelfisk þar til sýnt hefur verið fram á að PSP eitur sé undir
viðmiðunarmörkum í kræklingi.
Ítarefni