Fara í efni

Innköllun á Póló súkkulaðikexi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Kexverksmiðjan Frón hefur ákveðið  í samvinnu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla í varúðarskyni kexið Súkkulaði Póló vegna rangrar innihaldslýsingar en vegna mistaka kemur ekki fram að í vörunni er undanrennuduft.  Ástæða innköllunar: Varan getur verið varasöm fyrir þá neytendur sem þjást af mjólkuróþoli eða ofnæmi fyrir mjólkurafurðum en er fullkomlega örugg til neyslu fyrir þá sem þola mjólkurafurðir.
Innkölluð vara er:  Súkkulaði Póló ( 250 g og 300g), allar dagsetningar.
Dreifing: Verslanir um allt land.
Framleiðandi: Kexverksmiðjan Frón, Tunguhálsi 11

Hægt er skila vörunni í verslunum þar sem hún var keypt og hjá Frón, Tunguháls 11, Reykjavík, milli 9 og 15 alla virka daga.


/Vefur Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?