Fara í efni

Hveiti ekki tilgreint í Vegan lasagna

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti við Vegan lasagna frá PreppUp sem Mealprep ehf. framleiðir. Ofnæmisvaldurinn hveiti er ekki tilgreindur í innihaldslýsingu vörunnar. Fyrirtækið innkallar vöruna af markaði með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.

Um er að ræða innköllun á öllum lotum og framleiðsludagsetningum:

  • Vörumerki: PreppUp
  • Vöruheiti: Vegan lasagna
  • Framleiðandi: Mealprep ehf.
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetning: Allar lotur/dagsetningar
  • Dreifing: Hagkaup, Nettó, Iceland, Heimkaup, Krambúðin og Kjörbúðin um allt land

Vegan lasagna

Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti. Viðskipavinir með ofnæmi/óþol skulu ekki neyta vörunnar og farga/skila gegn endurgreiðslu til:

Mealprep ehf. (PreppUp)
Hlíðarsmára 8
201 Kópavogi

Ítarefni

 


Getum við bætt efni síðunnar?