Fara í efni

Grunur um salmonellu í kjúklingi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á Holta/Kjörfuglskjúklingi með rekjanleikanúmeri 005-18-48-3-01 vegna gruns um salmonellu sem fannst í reglubundinni sýnatöku við slátrun. Reykjagarður, sem framleiðir vöruna, hefur innkallað hana af markaði. 

Viðvörunin/innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu: 

  • Vörumerki: Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta og Kjörfugls
  • Vöruheiti: Ýmis
  • Rekjanleikanúmer: 005-18-48-3-01
  • Framleiðandi: Reykjagarður
  • Dreifing: Verslun Krónunnar í Vallakór, Granda, Bíldshöfða, Háholti og Lindum. Verslanir Hagkaupa í Spönginni, Akureyri, Eiðistorgi, Akrabraut og Flatahrauni. Costco, verslanir Nettó í Hafnarfirði og verslanir Iceland í Engihjalla, Hafnarfirði og Vesturbergi.

Neytendum sem hafa keypt kjúklinga með þessu lotunúmeri er bent á að skila vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs að Fosshálsi 1. 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Magnús Huldar Ingþórsson, framleiðslustjóri Reykjagarðs, í síma 575 6440.

Ítarefni

Frétt uppfærð 08.01.19 kl. 14:43


Getum við bætt efni síðunnar?