Fara í efni

Grunur um salmonellu í glútenfríu súkkulaðikexi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum RASFF evrópska  viðvörunarkerfið um innköllun á gútenlausu kexsúkkulaði vegna gruns um salmonellu.

Heilsa ehf. hefur flutt inn þetta súkkulaðikex og hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað kexið og sent út fréttatilkynningu.

  • Vörumerki: Schär 
  • Vöruheiti: Twin BAR wafer 
  • Strikanúmer: 8008698010235 
  • Umbúðir: Plastumbúðir 
  • Nettómagn: 64,5g 
  • Best fyrir: 26.05.2016 
  • Framleiðsluland: Holland 
  • Innflytjandi: Heilsa ehf 
  • Dreifing: Heilsuhornið Blómaval, Fjarðakaup, Heilsuhúsið, Krónan, Lifandi markaður, Lyfjaver, Nettó, Strax, Heimkaup og Þín verslun. 

Sala á ofangreindri vöru hefur verið stöðvuð. Neytendur sem hafa keypt vöruna eru vinsamlega beðnir um að skila henni í verslunina þar sem hún var keypt eða farga henni. 

Frekari upplýsingar fást hjá Heilsu ehf í síma 533-3232. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?