Fara í efni

Glerbrot í fetaosti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Mjólkursamsalan hefur í samráði við Matvælastofnun ákveðið að innkalla eina lotu af Dala feta vegna glerbrots sem fannst í einni krukku.

  • Vöruheiti: Dala feta í kryddolíu
  • Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Mjólkursamsalan í Búðardal
  • Auðkenni/skýringartexti: 325g glerkrukka með Best fyrir dagsetningu 2. ágúst 2013 /aðskotahlutur fannst í einni krukku
  • Lagaákvæði: Reglugerð nr.102/2010 gr. 14 um öryggi matvæla.
  • Dreifing: Um allt land.
Neytendum sem keypt hafa vöruna með framangreindri dagsetningu er bent á að þeir geta skilað vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?