Fara í efni

Fylgja þarf íslenskum reglum við halal slátrun

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

  Hér á landi er ekki heimilt að skera dýr á háls við slátrun nema þau hafi fyrst verið svipt meðvitund (deyfð eða deydd). Samkvæmt trúarsiðum strangtrúaðra múslima (halal slátrun) og gyðinga (kosher slátrun) má ekki aflífa sláturdýr áður en þau eru skorin á háls eða stungin til að láta þeim blæða út. Samkvæmt íslenskri löggjöf skulu sláturdýr svipt meðvitund til þess að þau finni ekki sársauka áður en þeim er látið blæða með hálsskurði eða stungu. Deyfing og aflífun sláturdýra skal eingöngu framkvæmd af vandvirkum og samviskusömum starfsmönnum sem hafa fengið viðhlítandi fræðslu og þjálfun um deyfingaraðferðir og aflífun og meðferð áhalda sem viðurkennd eru við slátrun búfjár. Framkvæmd aflífunar er undir daglegu eftirliti opinberra eftirlitsdýralækna.

Þegar notað er raflost til að svipta sláturdýr meðvitund drepast þau ekki nema þeim sé látið blæða út. Þessi aðferð uppfyllir kröfur íslenskra stjórnvalda um að sláturdýr séu meðvitundarlaus og finni ekki sársauka þegar þau eru hálsskorin sem og kröfur múslíma. Aðferðin hefur um nokkurra ára skeið verið notuð í litlum mæli við halal slátrun á sauðfé hér á landi. Engin kosher slátrun á sér stað hérlendis.


Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?