Fara í efni

Frestur til þess að skila haustskýrslum framlengdur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Frestur til þess að skila haustskýrslum hefur verið framlengdur til 1. desember 2019. Aðgangur að Bústofni fæst með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og Íslykli.

Hestaeigendum/umráðamönnum býðst nú takmarkaður aðgangur að WorldFeng með innskráningu í gegnum island.is, þar sem hægt er að ganga frá haustskýrslu með svokölluðum hjarðarbókaraðgangi, sjá nánar á www.worldfengur.com. Öllum hestaeigendum/umráðmönnum ber að skila haustskýrslu, skila skal upplýsingum um fjölda hrossa, staðsetningu þeirra og hver er skráður umráðamaður.

Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir í Bústofn stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, fyrir þá þjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá RML.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?