Fara í efni

Frestur til að skila haustskýrslum framlengdur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli á að frestur til þess að skila haustskýrslum hefur verið framlengdur til og með 2. desember 2018.

Vakin er athygli á að umráðamenn hrossa sem aðeins telja fram hross á haustskýrslu, geta nú skilað haustskýrslu í heimarétt WorldFengs.

Þeir umráðamenn sem einnig telja annað búfé fram á haustskýrslu þurfa nú að sækja upplýsingar um hrossin sín úr WorldFeng þegar skýrsla er skráð í Bústofn. Upplýsingar um staðsetningu og umráðamann hrossa þurfa því að vera réttar í WorldFeng. 

Allir félagar í hestamannafélögum Landssambands hestamannafélaga og félögum Félags hrossabænda um allt land eiga að hafa frían aðgang að WorldFeng. Þeir sem hafa ekki þann aðgang geta hins vegar skráð sig inn í WorldFeng með sérstökum hjarðbókaraðgangi, nánari upplýsingar um aðgang veitir tölvudeild Bændasamtaka Íslands (tolvudeild hjá bondi.is).

Að auki stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins fyrir þá sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir, fyrir þá þjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá RML.

Ítarefni

This is a reminder that your autumn livestock report is now accessible on www.bustofn.is. Deadline for individuals to file their autumn report is December 2nd 2018.


Getum við bætt efni síðunnar?