Fara í efni

Frestur til að skila haustskýrslum framlengdur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli á að frestur til að skila haustskýrslum hefur verið framlengdur til 1. desember næstkomandi.

Allir búfjáreigendur geta með auðveldum hætti gengið frá haustskýrslu í Bústofni. Aðgangur að Bústofni fæst með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og Íslykli.

Þeir sem þurfa á aðstoð að halda er bent á að hafa samband við dýraeftirlitsmenn MAST í síma 530-4800 eða í gegnum mast@mast.is. Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir í gegnum Bústofn stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), fyrir þá þjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá RML.

Rétt er að árétta að hross þarf að telja fram á haustskýrslu hjá eiganda eða umráðamanni eins og annað búfé. Ef vafi leikur á hvar eigi að telja hrossið fram er hægt að leita aðstoðar hjá dýraeftirlitsmönnum Matvælastofnunar eða starfsfólki búnaðarstofu stofnunarinnar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?