Fara í efni

Framlenging banns við innflutningi frá Asíu vegna avian influensu eða fuglaflensu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Með vísan til þess að ekki liggja fyrir upplýsingar frá dýrasjúkdómayfirvöldum í viðkomandi löndum um upprætingu á Avian Influensu í Kína, Tælandi, Malasíu, Víetnam, Kambódíu, Indónesíu, Laos, Pakistan, Norður Kóreu ogHong Kong, en Avian Influensa er skæður fuglasjúkdómur sem borist getur í menn og hefur aldrei greinst á Íslandi, er framlengt bann við innflutningi til landsins á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurðum alifugla frá ofangreindum löndum.


Auglýsing landbúnaðarráðuneytisins frá 24. maí 2005 (pdf)


Birt á vef Yfirdýralæknis þann 25. maí, 2005.Getum við bætt efni síðunnar?