Fara í efni

Framleiðendur fiskafurða fyrir kínverskan markað

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Kínversk yfirvöld hafa sett reglur um skráningu erlendra fyrirtækja sem framleiða og/eða setja á markað fiskafurðir í Kína. Skráning markaðsfyrirtækja tók gildi 1. október 2012. Nú þann 1. maí sl. tók sú regla gildi að framleiðslufyrirtæki fiskafurða sem markaðssett eru á kínverskum markaði, skuli vera skráð og samþykkt af yfirvöldum í Kína.

Listi yfir viðurkennd fyrirtæki er hægt að skoða hér. Þeir fiskverkendur sem telja að fyrirtæki þeirra eigi að vera á þessum lista en eru ekki, skulu sækja um til Matvælastofnunar á þar til gerðu eyðublaði sem má nálgast hér. Jafnframt skal skrá þær fiskafurðir sem um ræðir á afurðaskrá sem nálgast má hér.

Matvælastofnun mun senda fyrstu beiðni um viðbætur á framleiðendalista á föstudag 10.5. 2013. Þeir sem vilja vera með í þeirri sendingu hafi samband við Garðar Sverrisson (gardar.sverrisson@mast.is) eða Þorvald H. Þórðarson (thorvaldur.thordarson@mast.is) í síðasta lagi miðvikdag 8. maí.

Umsóknir skal senda á eyðublaði „skráning framleiðenda“ og afurðalista í eyðublaði „skráning afurða“ á netfangið kina@mast.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?