Fara í efni

Fræðslufundur: Snertiefni matvæla

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun heldur fræðslufund um efni og hluti í snertingu við matvæli þriðjudaginn 2. desember kl. 14:00-15:30. Á fundinum verður fjallað um þær reglur sem gilda um snertiefni matvæla og þær körfur sem gerðar eru til matvælafyrirtækja.

Flest matvæli komast í snertingu við efni og hluti á meðan á framleiðslu og sölu þeirra stendur. Snertingin getur verið við framleiðslubúnað, vinnslutæki, umbúðir, áhöld o.fl. og geta þessi snertiefni verið uppruni mengunar í matvælum. Öll efni og allir hlutir sem eru í snertingu við matvæli eða er ætlað að komast í snertingu við matvæli þurfa að uppfylla reglur um snertiefni matvæla. Innra eftirlit fyrirtækja, hvort sem er framleiðenda, dreifingaraðila eða matvælafyrirtækja sem nota vörurnar, skal koma í veg fyrir að mengun frá efnum og hlutum berist í matvæli. Á fundinum verða helstu reglur sem gilda um matvælasnertiefni kynntar og gerð grein fyrir megin kröfum sem gerðar eru til framleiðenda, innflytjenda og matvælafyrirtækja varðandi matvælasnertiefni.

Fyrirlesari er Katrín Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun.

Hægt verður að fylgjast með fræðslufundinum í beinni útsendingu á vef MAST undir Útgáfa - Fræðslufundir. Þar verður einnig birt upptaka að fræðslufundi loknum.

Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu Matvælastofnunar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Allir velkomnir!

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?