Fara í efni

Fræ og sáðvara í lífrænni ræktun

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vill minna bændur með lífræna vottun á að vera tímanlega í að afla sér fræja og sáðvöru fyrir sumarið. Takmarkað framboð er á vottuðum lífrænum fræjum og sáðvöru og er helst að leita til þeirra söluaðila sem eru sjálfir með vottun.

Ef ekki næst að útvega fræ eða sáðvöru með lífræna vottun, er heimild í reglugerð um lífræna framleiðslu til undanþágu frá kröfunni um vottað fræ og sáðvöru. Sækja má um undanþágu til Matvælastofnunar í gegnum þjónustugátt Mast á slóðinni umsokn.mast.is og valinn er umsóknarferill nr. 4.40. Með umsókninni þarf að fylgja staðfesting á að fræið sem ætlunin er að nota sé ekki meðhöndlað með efnum eða hjúpað með tilbúnum áburði.

Alltaf skal bíða með sáningu þar til undanþága hefur fengist.

Nánari upplýsingar:


Getum við bætt efni síðunnar?