Fara í efni

EUROP kjötmat nautgripa

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Samkvæmt nýrri reglugerð um kjötmat breytist kjötmat nautgripa frá og með 1. júlí nk. Tekið verður upp svokallað EUROP kjötmat. Eldra kjötmatskerfi var í grunninn byggt á EUROP kerfinu en nú hefur skrefið verið stigið til fulls. Kjötmatið er ítarlegra en það sem við höfum áður haft bæði er varðar holdfyllingarflokkun og fituflokkun. EUROP kjötmatskerfið hefur verið í notkun fyrir sauðfé hérlendis síðan 1998 og reynst vel.

Matvælastofnun hefur, í samstarfi við Matís, útbúið kynningarefni vegna upptöku hins nýja kjötmats. Þar er farið yfir helstu þætti kjötmatsins og sýndar myndir af helstu holdfyllingar- og fituflokkum.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?