Fara í efni

Epoxý afleiður

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í reglugerðinni merkja efni og hlutir:


  • Efni og hlutir úr öllum tegundum plasts

  • Efni og hlutir sem þaktir eru yfirborðshúð

  • Límefni


Reglugerðin gildir ekki um ílát eða geymslutanka sem eru stærri en 10.000 lítrar að rúmmáli eða leiðslur sem tilheyra eða tengjast þeim og eru varðar með sérstakri slitþolinni húð.


Frá og með 1. janúar 2005 var bannað að nota BFDGE og NOGE í efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli.


Frá og með 1. janúar 2006 verður bannað að nota BADGE í efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli.


Reglugerð nr. 751/2002 um tilteknar epoxý afleiður til notkunar í efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli.


Breytt með:


  • Reglugerð nr. 924/2004 um breytingu á reglugerð nr. 751/2002 um tilteknar epoxý afleiður til notkunar í efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli.




Getum við bætt efni síðunnar?