Fara í efni

E. coli mengað grænmeti ekki á markaði hérlendis

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

 
Matvælastofnun hafa borist tilkynningar í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF um staðfestingu á að E. coli O104 menguðu agúrkurnar komi frá tveimur framleiðendum á Spáni.
 
Framleiðandi: Hort o fruticola, Costa de Almeria

Dreifingaraðili í Þýskalandi: Brodersen u. Scacht, Hamborg
Lotunúmer: L1803 TD-TF
Dreifing: Þýskaland.
  
Framleiðandi: Frunet Bio S.L.                    
Dreifingaraðili: Behncken´s Vierländer Gemüsestrand, Hamborg
Lotunúmer: Bio-L11 119 400500
Dreifing: Þýskaland, Danmörk
 
Matvælastofnun hefur fengið staðfest að vörur frá þessum fyrirtækjum hafa ekki verið fluttar til Íslands í apríl eða maí og því ekki hætta á matarsýkingum af þessum uppruna við neyslu á hráu grænmeti hér á landi.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?