Dýralæknaafleysingar
Dýralæknar  sumarafleysingar
Matvælastofnun óskar eftir að ráða dýralækna tímabundið í afleysingar næstkomandi sumar fyrir eftirtalda héraðsdýralæknisumdæmi:
 
- 
    Héraðsdýralæknirinn í Vestfjarðaumdæmi, u.þ.b. sex vikur í júní - ágúst 
- 
    Héraðsdýralæknirinn í Þingeyjarumdæmi, u.þ.b. sex vikur í júní - ágúst 
Dýralæknar  sauðfjárslátrun
 
Matvælastofnun óskar eftir að ráða dýralækna tímabundið í heilbrigðiseftirlit við sauðfjárslátrun (kjötskoðun) næstkomandi haust á eftirtöldum stöðum:
 
- 
    Sláturhús SS á Selfossi u.þ.b. þrír mánuðir, september - nóvember 
- 
    Sláturhús KAH á Hvammstanga, tveir mánuðir, september - október 
- 
    Sláturhús SAH afurða á Blönduósi, tveir mánuðir, september - október 
- 
    Sláturhús KS á Sauðárkróki, tveir mánuðir, september - október (tvær stöður) 
- 
    Sláturhús Norðlenska á Húsavík, tæpir tveir mánuðir, september - október 
 
Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Jóh. Hannesson hjá Matvælastofnun, í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum Afleysingar eða Sauðfjárslátrun eftir því sem við á, eða með tölvupósti á mast@mast.is.  Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl 2009. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.