Fara í efni

Bústofn: MAST opnar fyrir rafræn skil á forðagæsluskýrslum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Frá 1. september 2010 var umsjón forðagæslu færð frá Bændasamtökum Íslands (BÍ) til Matvælastofnunar. Á fundi með búfjáreftirlitsmönnum þann 4. nóvember 2010 opnaði MAST nýtt vefforrit, Bústofn (www.bustofn.is), fyrir rafræn skil á forðagæsluskýrslum.  
  
Öllum sem skiluðu forðagæsluskýrslu síðasta haust hefur nú að venju verið send eyðublöð haustskýrslu ásamt leiðbeiningum um útfyllingu og skil. Með notkun „BÚSTOFNS“ gefst umráðamönnum búfjár nú tækifæri á að að skila upplýsingum um bústofn og forða rafrænt. Með rafrænum skilum er skráning upplýsinga um heyforða til muna einfaldaður. Aðgangur að vefforritinu er veittur gegn rafrænu auðkenni (island.is), sambærilegt við skattaskýrsluskil. Búfjáreftirlitsmenn fá einnig aðgang að kerfinu til að yfirfara skráningar frá bændum, skrá forðagæsluskýrslu fyrir hönd bænda á sínu svæði og niðurstöður vorskoðunar.

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?