Fara í efni

Breyting á frammistöðuflokkun staðfest

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um breytingu á frammistöðuflokkun matvælafyrirtækis úr A-flokki í C-flokk í júní 2019. 

Ákvörðunin átti sér nokkurn aðdraganda en fyrr á árinu hafði greinst listería í afurðum fyrirtækisins. Matvælastofnun hafði við meðferð málsins stöðvað til bráðabirgða dreifingu á afurðum frá fyrirtækinu og var dreifing ekki leyfð fyrr en sýnt hafði verið að listería væri ekki til staðar í framleiðsluumhverfi fyrirtækisins.

Í úrskurði ráðuneytisins segir að málefnalegar ástæður hafi legið að baki ákvörðuninni og að heimilt sé að færa fyrirtæki niður í C flokk ef það lagfærir ekki alvarleg frávik innan tilskilins tímafrests, eða ef matvælafyrirtæki fær áminningu eða ef beita þarf sérstökum þvingunarúrræðum, en slíku hafi verið fyrir að fara í málinu þar sem dreifing hafi verið stöðvuð til bráðabirgða.  Þá hafi í ljósi hinna ríku hagsmuna sem í húfi voru ekki verið gengið lengra en nauðsyn bar til í því skyni að tryggja matvælaöryggi og hafi meðalhófsregla stjórnsýslulaga því ekki verið brotin í málinu.

Matvælafyrirtæki eru flokkuð í A-, B- eða C-flokk og er tilgangur flokkunar að tryggja að magn reglubundins eftirlits hjá matvælafyrirtækjum sé í samræmi við þá áhættu sem fylgir vinnslu viðkomandi fyrirtækja, að teknu tilliti til frammistöðu þeirra.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?