Fara í efni

Auglýst eftir umsækjendum um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun, búnaðarmálaskrifstofa, auglýsir eftir umsækjendum um jarðræktarstyrki vegna framkvæmda á árinu 2016. Opnað verður fyrir rafrænar umsóknir á Bændatorginu þriðjudaginn 7. júní 2016. Upplýsingar um skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálfvirkt í skýrsluhaldskerfið JÖRÐ. Umsóknarfrestur er til 10. september 2016.

Framlög til jarðræktar fara eftir verklagsreglum í reglugerð nr. 1221/2015 um greiðslumark sauðfjár á lögbýlum 2016,  og reglugerð nr. 1220/2015 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2016, í VIÐAUKA II og III, um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða, gefin út af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og fjalla um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði, skv. 5. gr. samnings um verkefni samkvæmt búnaðarlögum, nr. 70/1998 og framlög til þeirra á árunum 2013 til 2017, dags. 28. september 2012 sbr. grein 6.4 í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu, dags 10. maí 2004, með síðari breytingum, og grein 4.5 í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar, dags. 25. janúar 2007, með síðari breytingum. 


Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er að fram hafi farið úttekt sem úttektaraðilar Matvælastofnunar sjá um sbr. verklagsreglur um framkvæmt úttekta. Allar spildur skulu verða skráðar í JÖRÐ.IS með viðurkenndum stafrænum túnkortum. Úttektum skal að jafnaði vera lokið fyrir 15. nóvember ár hvert og eru styrkir greiddir fyrir árslok. Á Bændatorginu má nálgast frekari upplýsingar um verklagsreglur um framlög og úttektir.


Aðeins er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið.



Getum við bætt efni síðunnar?