Aðskotahlutur í súkkulaði
Frétt -
22.09.2015
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að Kaupás ehf. hafi ákveðið að innkalla súkkulaði vegna aðskotahlutar sem fannst í einu súkkulaðistykki.
- Vörumerki: Chocolate and Love
- Vöruheiti: Coffee 55% - Dark Chocolate with Coffee
- Strikanúmer: 5060270120032
- Nettómagn: 100 g
- Best fyrir: 17.04.2016
- Framleiðsluland: Sviss
- Innflytjandi: Kaupás ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
- Dreifing: Verslanir Krónunnar og Nóatúns um land allt
Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna í framangreindum verslunum er bent á að skila þeim í viðkomandi verslun.